top of page

Stofnandi og eigandi heilsuvörðunnar er
Katrín Sigurðardóttir MHS, B.Sc og heilsumarkþjálfi.

Katrín útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1997 og starfaði á ýmsum sérsviðum við fagið í rúm 10 ár bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem hún bjó í 22 ár.

 

Sumarið 2023 útskrifaðist Katrín með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum og „Functional Integrative Nutritition“ frá Northwestern Health Science University, í Bloomington Minnesota. Samhliða því tók hún Heilsumarkþjálfanám (Health and Wellness Coaching) sem er gagnleg nálgun að því að gera varanlegar, jákvæðar, hegðunarbreytingar.

Katrín á þrjú börn og tvo ketti, hefur ánægju af fjallgöngum á Íslandi, gæða stundum með fjölskyldu og vinum, að elda næringarríkann mat, prjóna, spila og pússla.

Í desember 2023 varð Katrín löggildur Heilsumarkþjálfi

frá Bandaríska félagi heilsumarkþjálfa.

Aðeins um 10.000  heilsumarkþjálfar hafa náð því prófi þar í landi.

Certified Health and Wellness Coach

© 2023 by Heilsuvarðan         Heilsuvarðan@gmail.com

  • #heilsuvardan
  • Heilsuvarðan á facebook
bottom of page