top of page
Hvað er heilsumarkþjálfun?
Heilsumarkþjálfun (health and wellness coaching) er aðferð þar sem sérmenntaður markþjálfi vinnur með einstaklingum eða hópum til að bæta heilsu þeirra og vellíðan.
Heilsumarkþjálfinn notar tækni svo sem markmiðasetningu, hvatningu og fræðslu til að styðja við varanlegar lífsstíls-, og hegðunarbreytingar sem leiða til betri heilsu. Heilsumarkþjálfar vinna með margvísleg málefni svo sem næringu, hreyfingu, streitustjórnun, svefnvenjur, skipulag og félagslegar tengingar.
Fundir hjá Heilsuvörðunni fara fram á Zoom eða í göngutúrum á höfuðborgarsvæðinu, allt eftir því sem hentar þér best.
© 2023 by Heilsuvarðan Heilsuvarðan@gmail.com
bottom of page