top of page

Ummæli frá

skjólstæðingi 

heilsuráðgjafar

Ég er 52 ára og elska fjallgöngur. Síðustu ár hef ég glímt við auknar bólgur í liðum, einkum öðrum ökklanum auk þess að vera með slæman astma sem truflaði mig verulega í brekkunum.
Eftir að hafa fylgt ráðleggingum Katrínar um histamínlágt mataræði í um þrjá mánuði fann ég verulegan mun á heilsunni. Allar bólgur höfðu minnkað, brekkurnar reyndust miklu auðveldari og ég fór m.a. í 20 km langa göngu án þess að finna fyrir nokkrum verkjum í ökklanum sem hefur plagað mig í mörg ár. Nú er ég alsæl. Er farin að setja nokkrar matartegundir inn aftur en hef einnig vanið mig á nýjar matarvenjur sem ég finn að gera mér gott bæði líkamlega og andlega.

Mæli hiklaust með ráðleggingum Katrínar.

Elsa Herjolfsdóttir Skogland, kennari

S.K.

Ég var tortrygginn í byrjun, en Kata var fagmannleg, innileg og athugul frá fyrsta tíma. Það hjálpaði mér að leggja tortryggnina til hliðar og gera vinnuna. Því meira sem ég vann í mér, því betur sá ég að þetta hjálpaði mér að nálgast markmiðin mín. Ég naut fundanna okkar og fann að þeir hjálpuðu mér á leið minni til að ná markmiðum sem við settum. 

K.W.

Kata leifði mér að velja nýtt markmið vikulega eða halda áfram með upphaflega markmiðið. Ég lærði að afsakanirnar sem ég hafði notað hingað til voru ekki góðar og þegar ég geri breytingar, þá er ég að láta framtíðar draumana rætast. Við áttum þægilegt og gleðiríkt samband

K. B.

Kata var frábær og ég mun ekki gleyma þessari reynslu. Ég fékk mikið að góðri endurgjöf, hún hlustaði vel á mig og gaf mér gagnlegar aðferðir til að nota.

M. J.

Ég er svo þakklát fyrir heilsumarkþjálfunina með Kötu. Hún hjálpaði mér að gera áætlun og á sama tíma að hugsa um hvað gæti staðið í vegi fyrir því að ég myndi ná markmiði mínu og koma með varaplan. Þetta hjálpaði mér að finna hvatann til að láta draumana rætast.

Ummæli frá markþjálfunar þegum

© 2023 by Heilsuvarðan         Heilsuvarðan@gmail.com

  • #heilsuvardan
  • Heilsuvarðan á facebook
bottom of page